Olíurisinn Shell gaf út afkomuviðvörun í morgun. Hagnaður fyrirtækisins var minni en vænst var á þriðja fjórðungi síðasta árs. „Hagnaður á fjórða fjórðungi verður að líkindum lægri en áður,“ segir fyrirtækið í yfirlýsingu sem BBC birtir .

Fyrirtækið býst við því að hagnaðurinn verði 2,2 milljarðar dala á fjórða fjórðungi og hagnaður á árinu 2013 verði 16,8 milljarðar dala. Hagnaðurinn ársins 2012 var 27,2 milljarðar dala.