Royal Dutch Shell hefur birt tilkynningu þar sem greint er frá því að búist er við 40% lækkun hagnaðar frá fyrra ári.

Tilkynningin kemur þrátt fyrir félagið hafi sagt upp fjölda manns og lækkar fjárfestingar og kostnað um milljarða dala. Alls nemur niðurskurðurinn um 20% af kostnaði fyrirtækisins, eða um 29 milljörðum dala, eða 3.773 milljónum króna. Þrátt fyrir lækkun hagnaðar segir , Ben van Beurden, framkvæmdastjóri félagsins að hann sé sáttur með rekstur félagsins á árinu og hvernig gangi að draga úr kostnaði.

Hluthafar í félaginu munu hittast í næsta mánuði til að kjósa um væntanlega yfirtöku á olíufyrirtækinu BG Group, en sá samningurin er metinn á um 36 milljarða punda, eða um 6.618 milljónir króna.

Olíuverð hefur lækkað sem nemur 70% síðan um mitt ár 2014, en þá var olíuverð um 115 dalir. Nú er olíuverð komið undir 27 dali. Tunna af olíu kostar nú minna en Spartilboð A á pitsustaðnum Dominos.