Hollenskir dómstólar hafa skipað Shell að minnka kolfenisútblástur sinn um 45% fyrir árið 2030 í samanburði við árið 2019. Í dómnum segir að Shell sé ábyrgt fyrir eigin útblæstri og útblæstri byrgja sinna. Þetta er í fyrsta sinn sem að fyrirtæki er skyldað af dómstólum til að móta stefnu sína í samræmi við Parísarsamkomulagið. BBC greinir frá.

Umhverfissamtökin Friends of the Earth (Foe) stefndi fyrirtækinu ásamt sex öðrum samtökum auk rúmlega 17.000 hollenskum ríkisborgum. Þrátt fyrir að skipunin gildi aðeins í Hollandi gæti hún veitt fordæmi annarsstaðar. Gæti því farið svo að það dugi fyrirtækjum ekki lengur að fylgja eingöngu lögum um kolefnislosun heldur gætu þau nú líka þurft að fylgja alþjóðlegum samkomulögum um kolefnislosun líka.

Fjöldi hópa og umhverfissamtaka víðsvegar um heiminn reyna nú að þvinga fyrirtæki og stjórnvöld til að fylgja Parísarsamkomulaginu í dómstólum. Reiknað er með að Shell muni áfrýja málinu og gæti það vel unnið á hærra dómstigi. Þá stefnir fyrirtækið sjálft að því að verða orðið kolefnishlutlaust fyrir árið 2050.