Bresk-hollenska orkufyrirtækið Royal Dutch Shell hefur skrifað undir samkomulag um samvinnu við rússneska orkufyrirtækið Rosneft um olíu- og gasframleiðslu í Rússlandi og öðrum ríkjum. Samningurinn kemur í kjölfar þess að Shell missti réttindi sín til að vinna olíu og gas í tengslum við Sakhalin verkefnið.

Sérfræðingar telja að þetta endurspegli þá staðreynd að Rússar séu enn að leitast eftir erlendum fjárfestum til að vera minnihlutaeigendur í olíu- og gasverkefnum þar í landi.