Ben van Beurden.
Ben van Beurden.

Olíurisinn Royal Dutch Shell hefur ráðið Ben van Beurden, sem verið hefur yfirmaður olíuhreinsunar- og markaðsdeilda fyrirtækisins, sem nýjan forstjóra þess. Tekur hann við af Peter Voser, sem greindi frá því í maí að hann væri á leiðinni út.

Ákvörðun stjórnarinnar þykir koma á óvart, því í frétt Financial Times segir að hann hafi ekki verið í hópi þeirra þriggja stjórnenda Shell sem líklegastir þóttu til að verða fyrir valinu. Algengara er að nýir forstjórar stórra olíufyrirtækja hafi bakgrunn í olíuleit og -framleiðslu.

Van Beurden mun taka við starfinu um næstu mánaðamót.