Olíurisinn Shell hefur samþykkt að kaupa danska metanframleiðandann Nature Energy á 1,9 milljarða evra, eða sem nemur 280 milljörðum króna.

Til að byrja með mun félagið áfram starfa undir vörumerkinu Nature Energy.

Um er að ræða danskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1979 og starfaði lengi vel sem dreifingaraðili fyrir jarðgas.

Árið 2015 opnaði félagið sína fyrstu metanverksmiðju í Danmörku, en verksmiðjurnar eru fjórtán talsins í dag.