Jane Shepherdson fyrrverandi módel og forstjóri Top Shop er sögð standa við þröskuld Whistlers verslunarkeðjunnar því fastlega er reiknað með að hún taki við sem framkvæmdastjóri keðjunnar á næstu dögum samkvæmt því sem segir í Sunday Times.

Að sögn Sunday Times mun Shepherdson eiga um 20% hlut í Whistlers auk þess sem keðjan verður skilin frá Mosaic Group sem er í eigu Baugs. Áætlað er að samningurinn við Shepherdson hljóði upp á 15 til 20 milljón pund. Talið er að Baugur muni áfram eiga um 49% hlut í Whistlers.