Á vegum ríkisstjórnarinnar starfar vinnuhópur um atvinnusköpun.

Í tengslum við starf hans tóku Samtök iðnaðarins (SI) saman stutta skýrslu sem þau kalla: Atvinnulífið - hugmyndabanki um leiðir fram á við. Þar eru settar fram nokkrar hugmyndir sem hafa þann kost að geta leitt til árangurs tiltölulega fljótt og án mikils tilkostnaðar.

Þetta kemur fram á vef SI.

„Öllum er ljóst að á næstu misserum og árum verður erfið glíma við afleiðingar alþjóðlegrar fjármálakreppu og hruns íslenska fjármálakerfisins,“ segir á vef samtakanna.

„Grundvallaratriði er að leita allra leiða til að auka útflutningstekjur, draga úr erlendum útgjöldum, koma í veg fyrir að atvinnuleysi festist í sessi, fólk flytji úr landi og hér bresti á óbætanlegur atgervisflótti.“

Skýrsluna má nálgast hér . (pdf skjal)