Gjaldeyriskaup Seðlabanka Íslands hafa minnkað úr því að vera í desember um 45% af heildarveltunni á gjaldeyrismarkaði niður í að vera um 19% af henni fyrstu fjórar vikur ársins.

Keypti bankinn fyrir um 18 milljarða króna í desember síðastliðnum en fyrstu fjórar vikur ársins keypti hann fyrir aðeins um fimm milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt Vísi .

Gjaldeyrisinnflæðið hefur minnkað töluvert síðustu tvo mánuði sem sjómenn hafa staðið í verkfalli svo að þrátt fyrir minni gjaldeyriskaup hefur gengi krónunnar veikst um 5% gagnvart evru á árinu.

Á öllu árinu 2016 keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir samtals 386 milljarða króna, en kaup bankans jukust um 42% á milli ára. Gengi krónunnar styrktist engu að síður um 18,4% á því ári.