*

miðvikudagur, 3. mars 2021
Innlent 31. desember 2020 09:05

SÍ selur 60 milljón evrur í janúar

Seðlabankinn mun selja 3 milljónir evra hvern viðskiptadag í janúar til að bæta verðmyndun og dýpt markaðarins.

Ritstjórn
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Gígja Einarsdóttir

Seðlabankinn hyggst selja 60 milljónir evra á gjaldeyrismarkaði í janúar í því skyni að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og bæta verðmyndun. Þetta kemur fram í frétt á vef bankans.

Salan hefst 4. Janúar og mun nema 3 milljónum evra hvern viðskiptadag. Öll viðskiptin munu fara fram fyrir klukkan 10 að morgni. Bankinn seldi 63 milljónir evra nú í desember, og frá því regluleg sala gjaldeyris hófst um miðjan september hefur hann selt 231 milljón evra.

Tilkynnt verður í lok hvers mánaðar hvernig gjaldeyrissölu komandi mánaðar verður háttað, sem taka muni mið af aðstæðum á markaði hverju sinni, þannig að umfangið verði „í samræmi við eðlilega virkni markaðarins“, eins og segir í fréttinni.

Sú reglulega gjaldeyrissala sem um ræðir er óháð stefnu bankans um inngrip á gjaldeyrismarkaði þegar þess er talið þurfa til að draga úr sveiflum.

Stikkorð: Seðlabankinn