*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 14. ágúst 2019 08:44

SÍ telur sig ekki skaðabótaskyldan

Eftir ítarlega skoðun segist Seðlabankinn ekki hafa bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Þorsteini Má.

Ritstjórn
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Haraldur Guðjónsson

Seðlabankinn hefur hafnað kröfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, um viðræður um skaðabætur vegna framferðis bankans gagnvart félaginu. Bankinn segir að eftir ítarlega skoðun verði ekki séð að málsmeðferð sín hafi brotið gegn Þorsteini á bótaskyldan hátt. Þetta kemur fram í frétt Markaðarins í morgun.

Í lok maí sendi Þorsteinn bankanum erindi þar sem hann fór fram á viðræður um bætur vegna málsins, öðrum kosti yrði sett fram krafa um skaðabætur og dómsmál höfðað til innheimtu hennar. 

Bauðst hann í bréfinu til að samþykkja fimm milljón króna greiðslu vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu í tengslum við málið.

Í nóvember í fyrra staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms, sem felldi niður 15 milljón króna sekt sem bankinn hafði lagt á Samherja vegna brots á gjaldeyrislögum.