Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í niðurskurði framkvæmda grafalvarlegar fyrir verktakaiðnaðinn í landinu. Þar stefni í verkefnaþurrð, fjöldauppsagnir og þegar sé farið að fjara undan flestum fyrirtækjum í greininni.   "Okkur líst mjög þunglega á þetta. Það verður svakaleg grisjun, einkum í jarðvinnugeiranum. Við erum afskaplega óhressir með þennan niðurskurð sem þarna er boðaður. Ef rétt er eftir Steingrími J. haft að ekki komi til grein að draga úr þessum niðurskurði þá lýst mér statt að segja ekkert á þetta. Það er þvert á þau fyrirheit sem gefin voru um að menn ætluðu að reyna að halda úti framkvæmdum og framkvæmdastigi," segir Jón.