Stefnir hefur stofnað nýjan framtakssjóð, SÍA III. Þetta staðfestir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis.

Sjóðurinn er í söluferli og er því ekki komið í ljós hversu stór hann verður. „Hann er framhald af SÍA I og SÍA II, sem hafa verið í frekar áberandi fjárfestingum,“ segir Flóki. SÍA I var um 3,4 milljarðar króna að stærð og fjárfesti meðal annars í Högum, Sjóvá, 66°Norður og Jarðborunum. SÍA II var 7,5 milljarðar króna að stærð og keypti meðal annars í Skeljungi og Kynnisferðum.