Greiningardeild Glitnis reiknar með að tap fjarskipta- og fjölmiðlasamstæðunnar Dagsbrúnar, sem klofin hefur verið í fjölmiðlafyrirtækið 365 og fjarskiptafyrirtækið Teymi, muni nema 2,8 milljörðum á þriðja ársfjórðungi.

Teymi og 365-miðlar munu birta uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung í sitt hvoru lagi, en skiptin tóku gildi frá og með 1. október. Uppgjörið á morgun verðu því síðasta uppgjör samstæðunnar.

"Ástæðan fyrir einkar slæmri afkomu Dagsbrúnar í fjórðungnum eru afskriftir á samtals 2,5 milljarða króna viðskiptavild vegna Kögunar og Wyndeham. Afkomuspá Greiningar gerir ráð fyrir að afkoma fjarskiptastarfseminnar hafi verið stöðug en að afkoma fjölmiðlastarfseminnar og upplýsingatækninnar hafi verið slökm," segir greiningardeildin.

" Þá fellur til ýmis einskiptiskostnaður á fjórðungnum vegna uppskiptingar félagsins og vegna fleiri liða. Nokkur óvissa ríkir um heildargjaldfærslur félagsins á fjórðungnum."