Pósturinn minnir á síðasta örugga skiladag sendinga jólakorta og jólapakka innanlands fyrir jólin, 19.desember, svo allt skili sér í tæka tíð fyrir jólin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Síðasti dagur fyrir TNT hraðsendingar til landa utan Evrópu er fimmtudagurinn 18.desember en 19.desember fyrir TNT hraðsendingar til Evrópu.

„Pósturinn tekur alltaf á móti jólapósti en öruggast er að senda jólapakkana og jólakortin fyrir ofangreindar dagsetningar,“ segir í tilkynningunni.

Auka opnunartími er á öllum pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri til að auka þjónustu við landsmenn. Opið er sem hér segir:

  • fimmtudagur 18.des    9-20
  • föstudagur 19.des   9-20
  • laugardagur 20.des 11-17
  • sunnudagur 21.des  13-17
  • mánudagur 22.des    9-20
  • þriðjudagur 23.des    9-20
  • miðvikudagur 24.des    9-12

Jólapósthús eru í Kringlu og Smáralind og eru þau opin á afgreiðslutíma verslunarmiðstöðvanna.

Allar nánari upplýsingar um síðustu skiladaga, staðsetningu pósthúsa, opnunartíma og þjónustu Póstsins er að finna á www.postur.is