Starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME) er laust til umsóknar en umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til morgundagsins, 11. mars.

Forstjóri FME er ráðinn af stjórn stofnunarinnar sem ákvarðar starfskjör hans en í auglýsingu um stöðuna er tekið fram að mikilvægt sé að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

„Samkvæmt ákvæðum laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi skal forstjóri FME hafa menntun á háskólastigi og búa yfir víðtækri þekkingu og starfsreynslu á fjármagnsmarkaði. Þá er æskilegt að forstjóri FME hafi reynslu af alþjóðlegu samstarfi, búi yfir mjög góðri kunnáttu í ensku og hafi reynslu af stjórnun,“ segir í auglýsingu um stöðuna.

Starf forstjóra FME felst einkum í daglegri stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar

Sjá nánar á Starfatorg.