Þegar horft er til úrskurða Siðanefndar Blaðamannafélagsins undanfarin tíu ár er raunar merkilegt hvað þeir eru fáir, aðeins 36 talsins eða liðlega þrír á ári. Ekki er það nú mikið.

Munurinn eftir gerðum fjölmiðla er þó meiri en virðist við fyrstu sýn. Prentmiðlarnir birta þannig margtfalt fleiri fréttir en ljósvakamiðlarnir, svo segja má að þeir séu í raun furðusjaldan brotlegir.

Þar eiga vikublöðin mikinn þátt (ekki þó Viðskiptablaðið!), en sumum finnst eflaust skrýtið hvað Ríkisútvarpið er oft brotlegt, eins mikið og það kveðst  leggja upp úr vönduðum fréttaflutningi. Vefmiðlarnir gjalda hins vegar sjálfsagt reynsluleysis.