Stjórn Alþjóðgjaldeyrissjóðsins (AGS9 samþykkti í dag síðustu endurskoðun efhangagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS. Með afgreiðslunni kemur síðasti hluti lánafyrirgreiðslunnar, 51 milljarður króna, til útgreiðslu.

Forsætisráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra og aðstoðarseðlabankastjóri boðuðu til blaðamannafundar í dag og sagði Árni Páll Árnason að um áfangasigur sé um að ræða.

Fyrir útgreiðsluna sem kemur til við afgreiðslu sjóðsins nú hefur verið afgreidd upphæð að jafngildi 200 milljarðar króna. Þar til viðbótar kemur lántökuréttur frá Norðurlöndunum og Póllandi í tengslum við áætlunina, samtals 150 milljarðar króna.