Aðdáendur barnabókanna um um Bangsímon og bresku rokkafana í Rolling Stones hljóta að iða í skinninu þessa dagana. Í húsinu bjó Christopher Robin Milne, höfundur bókanna um Bangsímon, í æsku og er það sögusvið sagnanna. Þetta er líka sama hús og Brian Jones keypti árið 1968. Mick Jagger, Keith Richards og Charlie Watts heimsóttu hann þangað í júní árið 1969 til að segja honum frá því að honum hafi verið sparkað úr bandinu. Brian Jones fannst um mánuði síðar látinn í sundlauginn í bakgarði húsins. Harla langt er síðan húsið var síðast á söluskrá, ein 40 ár.

Húsið er í Sussex í Bretlandi og var það byggt á 17. öld. Í því eru ein sex herbergi, þrjú baðherbergi, gróinn garður - og sundlaug sem væntanlegir kaupendur geta kælt sig í.

Samkvæmt söluskrá kostar húsið tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 400 milljóna íslenskra króna. Hér að neðan má skoða myndir af húsinu og myndband sem sýndi það þegar Jones fannst látinn í sundlauginni.