Í lok mánaðarins verður síðasta VHS myndbandstækið framleitt hjá Funai Electric, sem framleitt hefur myndbandatæki í 33 ár, nú síðast í Kína fyrir Sanyo.

Á síðasta ári seldust 750.000 tæki, sem er langt undir hámarkinu þegar seldust 15 milljón tæki á ári, og fyrirtækið hefur átt í vandræðum með að fá nauðsynlega hluti í tækið.

Myndbandstæki komu til sögunnar árið 1970 en þeim var vikið til hliðar þegar DVD tæknin kom til sögunnar.

Á síðasta ári tilkynnti Sony að þeir myndu hætta að framleiða Betamax myndbandspólur, en þær urðu undir í keppninni við VHS um stærstu markaðssvæðin.

Sérfræðingar telja ólíklegt að myndbandstækin muni ná aftur vinsældum líkt og sést hefur með endurkomu vínilplötunnar meðal ákveðinni hópa. Gæðin í myndbandsspólum séu hreinlega ekki þannig að nokkur eigi eftir að sakna þeirra segir Tania Loeffler, greinandi hjá IHS Technology.

"Ég sé ekki að VHS eigi eftir að verða eins og vínill, þar sem margir kunna að meta það hvernig tónlist hljómar á vínil," segir hún í viðtali við BBC .