Barack Obama, forseti Bandaríkjanna flutti stefnuræðu fyrir Bandaríska þingið í síðasta skipti, en kosningar munu fara fram í Bandaríkjunum í nóvember nk.

Ræðan í heild var nokkuð bjartsýn en Obama varði arfleifð sína af krafti og eyddi miklu púðri í að gagnrýna þann neikvæða tón sem hefði verið framan af í framboðsræðum forsetaframbjóðenda þeirra sem kepptust um forvali flokkana. Hann sagði að Bandaríkin hefði náð töluverðum framförum í efnahagsmálum og í málum sem varða öryggi þjóðarinnar. Hann sagði að hann liti framtíðina björtum augum, ólíkt mörgum Bandarikjamönnum.

Hann sýndi stuðning með stéttarfélögum og sagði að það hefði verið Wall Street, en ekki innflytjendur eða verkamenn á lágum launum sem hefðu ollið heimskreppunni.

Hann ræddi einnig mikið um öryggismál og hlutaverk og stöðu Bandaríkjana á alþjóðamálum er varða öryggi. Obama sagði að Bandaríkin væru valdamesta þjóð heimsins og þegar eitthvað bjátaði á þá litu þjóðir heimsins ekki til Moskvu eða til Peking heldur til Bandaríkjanna.