Síðasti lífvörður Adolfs Hitlers er látinn. Rochus Misch hét hann og var 96 ára gamall þegar hann lést í gær. Hann var staddur í neðanjarðarbyrginu þegar Hitler svipti sig lífi þar árið 1945.

Associated Press segir að Misch hafi lýst Hitler sem mjög venjulegum manni. „Hann var enginn ruddi og engin skepna,“ sagði Misch eftir því sem  Associated Press greinir frá.