Björgólfur Jóhannsson, handhafi Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins ársins 2012, hafði enga tengingu við flugrekstur áður en hann hóf störf hjá Icelandair.

Björgólfur var alinn upp í sjávarútvegi og lærði endurskoðun. Í endurskoðun vann hann mikið með sjávarútvegsfyrirtækjum, m.a. Samherja.

Björgólfur tók við Icelandair Group í lok árs 2007. Hann var austur á fjörðum með vinum sínum að skjóta svartfugl. Þegar hann kom síðan að landi beið hans ósvarað símtal frá Gunnlaugi Sigmundssyni. Á þeim tíma var hann búinn að ákveða að hætta hjá Icelandic Group. Síðar meir frétti hann að hann hefði verið síðasti maðurinn á listanum til að taka starfið hjá Icelandair Group að sér.

Í nýútkomnu áramótariti Viðskiptablaðsins var tekið viðtal við Björgólf Jóhannsson, handhafa Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins árið 2012.