Dag eru haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum, enda tekur ný ríkisstjórn við stjórnartaumunum í dag.

Fyrri fundurinn hófst klukkan ellefu og er síðasti fundur fráfarandi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Á fundinum verða staðfest lög og stjórnvaldsaðgerðir stjórnarinnar.

Síðari fundurinn hefst klukkan þrjú ídag. Þar mun forsetinn skipa nýtt ráðuneyti, ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.