Undanfarinn áratug barst alls 51 kæra til Siðanefndar Blaðamannafélagsins. Stundum fleiri en ein í hverju erindi, þá gjarnan bæði blaðamaður og miðill.

22 sinnum var úrskurðað að ekki væri um brot að ræða, 18 kærum vísað frá, en aðeins 11 brot: 10 svo ámælisvert væri, en aðeins eitt alvarlegt brot og ekkert mjög alvarlegt.

Ekki er það nú mikið á 10 árum og bendir til þess að siðareglum sé almennt vel fylgt. En að 40 hafi verið vísað frá eða ekki þótt brot, bendir til þess að kærendur kunni að vera of hörundsárir eða beri ekki fullt skynbragð á vinnubrögð blaðamanna.