*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 18. maí 2017 12:40

Síðustu innlánsdeildinni lokað

Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að loka síðustu innlánsdeildinni.

Ritstjórn
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS og Sigurjón R. Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri.
Aðrir ljósmyndarar

Kaupfélögin á Íslandi ráku um árabil innlánsdeildir, en tilgangur þeirra var að afla rekstrarfjár og þjónusta viðskiptavini sína. Fyrirkomulagið er þó afar úrelt og því hefur Kaupfélag Skagfirðinga ákveðið að hætta þjónustunni.

Seinustu innlánsdeild Kaupfélaganna hefur því verið lokað, en innistæðueigendum barst tilkynning og er stefnt að því að ljúka útgreiðslum fyrir lok júní.

Í tilkynningunni kemur fram að innlánsdeildin hafi orðið óhagkvæmari með tímanum og hefur kostnaður við að uppfylla kröfur fjármálaeftirlitsins aukist til muna.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi KS fyr­ir árið 2015 námu inn­lán í inn­láns­deild­inni rúm­lega 1,8 millj­örðum króna og tæp­lega 2,4 millj­örðum hjá sam­stæðunni í heild.

Segja má að þetta séu ákveðin tímamót í íslenskri fjármálasögu.

Stikkorð: Innlán Ísland KS