Siemens mun á næstunni segja upp allt að 6.800 manns en það eru um 40% starfsmanna fyrirtækisins. Fjöldauppsagnirnar eru liður í skipulagsbreytingu félagsins að því er Reuters greinir frá.

Þýska fyrirtækið mun segja upp 3.800 manns á næstunni, þar af 2.000 manns í Þýskalandi.

Einnig stendur til að fækka starfsfólki um 3.000 manns til viðbótar, þar af 1.200 manns í Þýskalandi með því að úthýsa verkefnum og þjónustu.

Talsmaður Siemens segir að vegna breyttra markaðsaðstæðna sé nauðsynlegt að endurskipuleggja félagið upp á nýtt en fyrirtækið hefur tapað miklu fé að eigin sögn af framleiðslu farsíma.