Siemens gaf í morgun út afkomuviðvörun en talið er að hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi verði 900 milljónum evrum minni en áður var talið.

Gengi hlutabréfa í Siemens hafa lækkað um 16% í Kauphöllinni í Amsterdam dag sem gerir lækkun upp á 37% á þessu ári.

Í afkomuviðvörun félagsins kemur fram að minnkandi hagnað félagins megi rekja til tafa og erfiðleika félagsins á sviði orkumála, samgangna og upplýsingatækni að því er Herald Tribune greinir frá.

Mesta tap er á rekstri félagins á sviði orkumála eða um 600 milljón evra. Þá tapast um 200 milljónir á samgöngusviði og um 100 milljónir á upplýsingatæknisviði.

Aðeins er rúmlega mánuður liðinn frá því að Peter Löscher,forstjóri Siemens greindi frá því að félagið myndi að öllum líkindum ná settum markmiðum á árinu og því kemur afkomuviðvörunin nokkuð á óvart.