Þýska fyrirtækið Siemens greindi frá því í gær að félagið hefði samþykkt að selja VDO einingu sína til Continental fyrir 11,4 milljarða evra og á sama tíma komist að samkomulagi um að kaupa Dade Behring fyrir 7 milljarða evra.

Siemens, sem er stærsta tækni- og verktakafyrirtækið í Evrópu þegar horft er til sölutekna, tilkynnti einnig að hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi á fjárhagsárinu hefði hækkað upp í 2,07 milljarða evra úr 1,34 milljörðum evra miðað við sama tíma í fyrra. Sölutekjur Siemens jukust einnig um 8% og námu samtals 20,18 milljörðum evra.