Einn stærsti raftækjaframleiðandi Evrópu, Siemens mun að sögn breska blaðsins The Daily Telegraph staðfesta þann orðróm sem verið hefur um að félagið muni segja upp allt að 17 þúsund manns víðs vegar um heiminn en þó mest í Þýskalandi.

Nú hafa þýsk verkalýðsfélög hótað aðgerðum gegn fyrirtækin láti það verða af uppsögnunum, meðal annars með verkfallsaðgerðum og eins kærum, en ströng lög gilda um hópuppsagnir að sögn Telegraph.

Heimildarmenn á vegum blaðsins hafa talið að helst verði millistjórnendum og æðri stjórnendum sagt upp en verkalýðsfélögin óttast einnig að almennum starfsmönnum verði sagt upp í stórum stíl.

Blaðið greinir frá því að á morgun muni Peter Löscher, forstjóri Siemens muni tilkynna um uppsagnirnar á morgun. Hjá Siemens starfa um 435 þúsund manns víðs vegar um heiminn en talið er að allt að 6.400 verði sagt upp í Þýskalandi einu saman.

Talið er að félagið muni reyna með þessum aðgerðum að spara um 1,2 milljarða evra næstu tvö árin.