*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 22. september 2008 07:57

Siemens vill selja sinn hlut í Fujitsu Siemens

Ritstjórn

Siemens hyggst selja hlut sinn í Fujitsu Siemens Computers til Fujitsu, sem á félagið með Siemens. Fujitsu myndi í framhaldinu selja hluta starfsemi Fujitsu Siemens frá sér.

Mögulegur kaupandi á þeim hluta er seldur verður er kínverska tölvufyrirtækið Lenovo.

Fujitsu Siemens er eins og nafnið gefur til kynna samstarfsverkefni Siemens og Fujitsu. Ef hvorugt fyrirtækjanna lýsir yfir áhuga á að hætta samstarfinu á þessu ári framlengist það um 5 ár, samkvæmt samningi.

Nú virðist Siemens hins vegar vilja komast út.

Reuters greindi frá.