Í byrjun stríðsins í Úkraínu setti Siemens alla sína framleiðslu í Rússlandi á bið, en ætlar sér nú að hætta alfarið framleiðslu þar í landi vegna áhrifa átakanna. Siemens hefur verið með viðveru þar í landi í 170 ár en telur nú komið nóg.

Ákvörðunin var tekin vegna áhrifa viðskiptaþvingana og áhyggjum af enn frekari þvingunum ef áfram heldur. Um 3000 starfsmenn eru hjá fyrirtækinu þar í landi og varðaði framleiðslan aðallega háhraðalestar og viðhald þeirra.

Roland Busch, forstjóri Siemens, sagði í yfirlýsingu að þetta sé að vissu leyti sorgleg ákvörðun sérstaklega þar sem fyrirtækið sé búið starfa þar í landi með einum eða öðrum hætti í langan tíma en Siemens kom að uppsetningu símskeytastaura á milli Moskvu og Sankti Pétursborgar árið 1851.