SÍF hefur breytt nafninu sínu í Alfesca, segir á heimasíðu félagsins.

Nafngiftin er smíðuð úr bæði grísku og latínu. Alpha er fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu. Festivus þýðir veisla á latínu og esca tengist mat. Úr varð Alfesca, fremstir í veislumat, eða úrvalsmat.

Nýja merki félagsins er hreint og beint, með skírskotun í það að fyrirtækið er í fremstu röð, segir í tilkynningu. Það leikið sér með bókstafinn A sem lítur einnig út eins og tölustafurinn 1.