SÍF er að ljúka yfirtöku á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group og nemur kaupverðið tæpum 30 milljörðum króna. Mikil breyting verður á SÍF vegna kaupanna en Iceland Seafood Corporation, dótturfélag SÍF í Bandaríkjunum, verður selt á 4,8 milljarða króna ásamt fjórðungshlut SÍF í SH en þar er söluhagnaður 2,8 milljarðar króna. SÍF verður endurfjármagnað að fullu með nýju sambankaláni og 21 milljarðs króna hlutafjáraukningu.