Sif Sigfúsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastjóri hjá þekkingarfyrirtækinu FranklinCovey á Íslandi.  Mun hún fylgja eftir sölu- og viðskiptatengslum til fyrirtækja og stofnana hér á landi sem og erlendis, sjá um markaðsmál, almannatengsl og viðskiptatengsl.

Sif hefur starfað sem markaðs- og vefstjóri Félagsvísindasviðs HÍ, markaðsstjóri Viðskiptafræðideildar og Hagfræðideildar HÍ, hefur setið í velferðarráði Reykjavíkurborgar, menningar- og ferðamálaráði og mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, þar sem hún var formaður árið 2007. Sif hefur kennt mannauðsstjórnun og stjórnun þjálfunar og starfsþróunar í meistaranámi í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Hún var formaður Hagstundar, félags stundakennara, pistlahöfundur fyrir Markaðinn/Fréttablaðið um mannauðsmál og vann að Protocol II verkefni fyrir Útflutningsráð; menningarmunur landa og hegðun í viðskiptum; samstarfsverkefni Verslunarráðs Bretlands, Verslunarráðs Írlands, Aberta-háskólans í Portúgal og breska ráðgjafafyrirtækisins InterAct International.

Sif hefur BA gráðu í ensku, diplóma í markaðs- og útflutningsfræði, er að ljúka BS í viðskiptafræði, markaðs- og alþjóðaviðskiptum, er með MS frá Viðskiptafræðideild í mannauðsstjórnun og er með PGDE kennsluréttindi fyrir grunn- og framhaldsskóla.

FranklinCovey hefur aðsetur í 149 löndum, þjónar árangri einstaklinga og vinnustaða með þjálfun, rannsóknum og umbreytingarstarfi og er skráð í kauphöllina í New York.