SÍF hf. hefur selt 40% eignarhlut sinn í sölufyrirtækinu Icebrit Ltd. í Bretlandi. Kaupandi er Páll Sveinsson og fjölskylda sem fyrir voru eigendur að 60% að félaginu. Söluverð er trúnaðarmál segir í frétt félagsins til Kauphallarinnar.

Þar kemur einnig fram að salan á eignarhlutnunum í Icebrit Ltd. hefur óveruleg áhrif á rekstur og afkomu SÍF hf.

Salan er í samræmi við stefnu SÍF að draga sig út úr sölu lítt unninna sjávarafurða og einbeita sér að framleiðslu og sölu fullunninna matvæla sérstaklega á sviði virðisaukandi hátíðarvara og tilbúinna rétta.