Síðastliðin þrjú ár hefur halli á rekstri ríkisins að jafnaði verið tvöföld sú upphæð sem Alþingi samþykkti í fjárlögum, segir í Hagsjá Landsbankans.

Hagdeild Landsbankans segir líka að í ár séu líkur á að endanlegur halli verði margfalt meiri en niðurstöðutala fjárlaga. Fjárlög virðast því vera marklítið plagg. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarpið í ríkisstjórn í fyrradag. Þeim verður svo dreift á Alþingi þann 1. október næstkomandi og kynnt almenningi sama dag.

Hagdeild Landsbankans segir að það virðist ljóst að staða ríkisfjármála sé mun verri en gefið hafi verið til kynna. Það sé athyglisvert hversu lítið þessi mál voru rædd í síðustu kosningabaráttu.