41% aukning varð á því að breskir fasteignalánaveitendur gengju að veði sínu, þ.e. fasteigninni, á fyrri helmingi ársins 2008 borið saman við seinni helming síðasta árs.

Félag húsnæðislánveitenda (CML) sögðust hafa gengið að veði sínu í 18.900 tilvikum á fyrstu sex mánuðum þessa árs, en á seinni sex mánuðum síðasta árs tóku veðhafar yfir 13.400 fasteignir.

Aukning á því að veðhafar taki húsnæði í sínar hendur vegna vanefnda lántakenda hófst seinni hluta árs 2004 en eykst nú hraðar en áður.

Formaður CML, Michael Coogan, segir að ástandið muni líklega versna enn frekar.