*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 16. nóvember 2004 14:46

Sífellt fleiri reiða sig á tæknina

Ritstjórn

Sífellt fleiri starfsmenn breskra fyrirtækja nýta tæknina í þágu vinnunnar þegar þeir eru faraldsfæti. Samkvæmt könnun sem BBC greinir frá eru niu af hverjum tíu fyrirtækjum með starfsmenn á sínum snærum sem eru á ferð og flugi í daglegum erindum vegna vinnunnar. Sama rannsókn leiddi í ljós að 25% allra starfsmanna nota tæknina til að tengjast skrifstofunni eða vinna verkefni heima eða á ferðalögum.

Helsti þrándur í götu fjarvinnu, þeirrar þróunar að frelsa starfsmenn frá skrifborðunum, er kostnaður, öryggi og þjálfun.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.