Starfsmönnum sem vinna við vindmyllur í Bretlandi hefur fjölgað um 70% á þremur árum, samkvæmt nýrri rannsókn sem Financial Times greinir frá.

Benda niðurstöður nú til þess að þegar afleidd störf eru meðtalin bendi flest til þess að liðlega 34 þúsund manns vinni við þessa atvinnugrein sem var varla til í Bretlandi fyrir einni öld. Telja sérfræðingar að hugsanlega muni 70 þúsund manns vinna við þessa starfsgrein á næstu öld.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stærstur hluti þeirra sem vinnur í þessum iðnaði séu breskir ríkisborgarar og þeir séu oft frá stöðum þar sem er mikið atvinnuleysi.

Einungis 20% starfsmanna eru konur en það er þó eru hlutfallslega fleiri konur í þessari atvinnugrein en starfa annarsvegar í orkuiðnaði í Bretlandi.

Landsvirkjun vinnur þessa dagana að vindmylluverkefni og hafa þegar verið settar upp tvær vindmyllur nærri Búrfelli.