Hagnaður Deloitte jókst um 85% á síðasta rekstrarári. Sunna Einarsdóttir, fjármálastjóri Deloitte á Íslandi, segist aðspurð vera bjartsýn á horfurnar framundan.

„Reyndar má hluta af þessum aukna hagnaði rekja til skipulagsbreytinga og breyttra áherslna milli ára. Þetta er líka ótrúlega spennandi að fylgjast með þessu starfi endurskoðandans, sem er aðeins farið að breytast að mínu mati.

Þegar þú ert með svona vítt reynslusvið, búinn að vera inni í fjármálum fyrirtækja á stóru plani, þá ertu með ákveðna innsýn í rekstur hjá fyrirtæki. Fyrirtækið er að þróast svolítið í átt að ráðgjafahlutverkinu. Við sjáum það líka hjá Deloitte að ráðgjafarsviðin eru þau sem eru að vaxa hratt. Eins og sviðið okkar, viðskiptalausnir, er á blússandi ferð. Það er ótrúlega spennandi að fylgjast með þessu. Þetta er að þróast í  áttina að „one-stop shop“ þar sem þú ferð til Deloitte og færð þá þjónustu semþú ert að sækjast eftir.“

Er mikill munur á endurskoðunarfyrirtækjum?

„Ég held að menningin sé svolítið mismunandi. Eftir að hafa unnið í Danmörku og á Íslandi þá sé ég að Deloitte er með gríðarlega öflug alþjóðleg tengsl og samstarf. Reynsla mín frá Deloitte í Danmörku þýðir líka að ég bý að sterkum tengslum þar og núna eru þrír starfsmenn hjá okkur sem eru að vinna fyrir Deloitte í Danmörku. Það koma sterk áhrif frá Norðurlöndunum til okkar.

Við lítum allavega þannig á að það sé engin ástæða fyrir okkur að finna upp hjólið þegar þetta er komið svona langt í Danmörku, áNorðurlöndum og í heiminum almennt. Þetta alþjóðlega umhverfi hefur töluverð áhrif á samvinnuna milli landa, verkefnin og hversu vel þau eru unnin.“

Ítarlegt viðtal við Sunnu er í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .