Tóbaksframleiðendur voru þau fyrirtæki sem gáfu hvað besta ávöxtun á síðasta áratug skv. nýrri úttekt greiningarfyrirtækjanna  BNY Mellon Wealth Management og Janney Montgomery Scott LLC.

Greint er frá þessu í fréttaskýringu á vef Bloomberg fréttaveitunnar en höfundar úttektarinnar telja að tóbaksfyrirtækin haldi áfram að færa hluthöfum sínum vænan arð á næstu árum.

í MSCI alheimsvísitölu Bloomberg hefur tóbaksvísitalan (já, það er til sérstök tóbaksvísitala sem heitir World Tobacco Index) hækkað mest af 67 undirliðum alheimsvísitölunnar á sl. 10 árum. Tóbaksvísitalan, sem inniheldur meðal annars stórfyrirtækin Philip Morris International og Japan Tobacco, hækkaði um 13,3% á tímabilinu.

Þannig hafa tóbaksfyrirtækin staðið af sér netbóluna, verstu fjármálakrísu á alþjóðavísu frá Kreppunni miklu og skuldavanda Evrópuríkja. Reykingamenn eru tregir til að minnka reykingar eða hætta að reykja þó svo að það verð á tóbakki hækki eða sverfi að í efnahagslífinu.

Sjá fréttaskýringu Bloomberg í heild sinni.

Hér má sjá þróun MSCI tóbaksvísitölunnar.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)