Mál Eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslendingum fyrir EFTA-dómsstólnum snýst ekki um kröfur Hollendinga og Breta í Icesave-málinu heldur því að Íslendingar hafi ekki staðið með réttum hætti að innleiðingu tilskipunar ESB um innstæðutryggingar og með þeim hætti brotið gegn sáttmálanum um Evrópska efnahagssvæðið.

Þetta segir Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, bendir á það í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag, að það geti haft alvarlegar afleiðingar verði það niðurstaða EFTA-dómstólsins að með neyðarlögunum hafi stjórnvöld mismunar neytendum með neyðarlögunum í október 2008.

Sighvatur segir í grein sinni innstæðutrygginguna neytendavernd. Slík vernd sé víðs fjarri íslenskum hugsunarhætti neytenda með sama hætti og bann við hringamyndum, verðsamráð og um samkeppnislög. Íslendingum hafi verið gert slíkt að innleiða ströng lög í þeim flokkum. Slík hugsun hafi aldrei náð fram að ganga á Alþingi.

Komist EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að um stjórnvöld hafi vanrækt neytendarétt sparifjáreigenda með því að innleiða ekki tilskipun ESB um innstæðutryggingar með réttum hætti þá er það aðeins eitt dæmið af mörgum af sama sauðahúsi, segir Sighvatur.