Eyjan Tortola, stærsta eyja Bresku Jómfrúreyja, virðist sannarlega orðið annað heimaland fjölmargar íslenskra auðmanna.

Svo nátengd virðist eyjan orðin Íslandi að siglingaklúbbur eyjarinnar, The Royal British Virgin Islands Yact Club, skartar íslenska fánanum sem sínu auðkennismerki. Þetta er reyndar eitthvað sem spaugarar hafa verið að henda á milli sín og verður líklega ekki selt dýru verði.

Mörgum finnst þannig að fáninn sé ótrúlega líkur þeim íslenska þó í smáu sé. En í stað þess að vera með merki dönsku krúnunnar eins og Alþingishúsið, er íslenski fáni siglingaklúbbsins með tákn breska konungsveldisins í einu horninu.