Hóp frá Siglingastofnun hefur verið falið að vinna að hönnun og uppbyggingu stórskipahafnar á vesturströnd Ástralíu og hefur stofnunin fengið jarðfræðistofnunina Stapa í lið með sér til að sjá um rannsóknir á grjótnámum. Skip þau sem nýtt eiga að geta höfnina mega vera allt að 300 metra að löng og rista 20 metra við viðlegukant. Til samanburðar má geta þess að eitt stærsta flutningaskip í heimi, Emma Maersk (sjá mynd), er 397 metra langt, og Colombo Express, er 330 metrar að lengd. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina nemur um 1,5 milljörðum bandaríkjadala, eða sem nemur um 119 milljörðum íslenskra króna.

Íslenskir brimvarnagarðar taldir traustir

Í ráðgjafateyminu verða auk íslensku sérfræðinganna ráðgjafar frá JFA Consultants í Ástralíu og HR Wallingford í Bretlandi, en framkvæmdaraðilinn er fyrirtækið Oakajee Port and Rail sem er í eigu japanska fyrirtækisins Mitsubishi og hins ástralska Murchison Metals. Helsta ástæðan fyrir því að Íslendingar koma af framkvæmdinni m.a. rekja til þess að undanfarin ár hefur hönnun íslenskra brimvarnargarða vakið athygli erlendis vegna hagkvæmni og notagildis við óblíðar aðstæður. Gert er ráð fyrir að höfnin komist í gagnið árið 2012