Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, er launahæsti ráðherra landsins með um 1,64 milljónir á mánuði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er næst launahæstur með tæpar 1,6 milljónir á mánuði í laun. Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Við mat á tölunum þarf að hafa í hug að mögulega getur verið um laun úr fleiri en einni átt að ræða. Frjálsrar verslunar getur hluti af launatölu verið laun fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf. Hlunnindi vegna kaupréttarsamninga  og jafnvel bónusgreiðslur frá árinu 2014. Þá hafa margir tekið út séreignarsparnað sem telst með útsvarsskyldum tekjum.

Bæjarstjórar launahærri en ráðherrar

Á lista yfir launahæstu stjórnmálamenn landsins skipa sveitarstjórnarmenn þrjú efstu sætin. Dæmi er um að þeir séu með næstum tvöföld laun ráðherra. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er launahæstur með tæpar 2,1 milljónir króna í laun á síðasta ári.. Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ er númer tvö á listanum með rúmlega 2 milljón í mánaðarlaun. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, er þriðji launahæsti með tæpar 1,9 milljónir í laun á síðasta ári samkvæmt Frjálsri verslun.