Sigmar Guðmundsson sem starfað hefur í fjölmiðlum í nærri þrjá áratugi, lengst af hjá Ríkisútvarpinu, hefur ákveðið að söðla um og fara í stjórnmál. Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að hann skipi 2. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, er í 1. sæti listans í kjördæminu. Sigmar mun hætta störfum hjá Ríkisútvarpinu.

„Ég hef unnið í fjölmiðlum í nærri 30 ár og fjallað mikið um pólitík í mínum störfum. Það er því mjög spennandi fyrir mig að söðla um og vera virkur þátttakandi í stjórnmálum þótt það verði vissulega erfitt að kveðja minn gamla vinnustað sem hefur gefið mér svo mikið," er haft eftir Sigmari í tilkynningu frá Viðreisn.

„Mínar skoðanir fara vel saman við stefnu Viðreisnar, þar sem frjálslyndi er lykilhugtak, auk þess sem ég hef mikið álit á fólkinu sem hefur borið uppi starfið þar. Flokkurinn vill stokka upp gömul kerfi og setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum og ég hlakka til að leggja mín lóð á vogaskálarnar í þeirri baráttu,“ er haft eftir Sigmari í tilkynningunni.

Fimm efstu sætin á framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkördæmi:

  1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hafnarfjörður
  2. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður. Garðabæ
  3. Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur. Mosfellsbær
  4. Thomas Möller, verkfræðingur og ráðgjafi. Garðabær
  5. Ástrós Rut Sigurðardóttir þjónustufulltrúi. Hafnarfjörður