*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Innlent 25. janúar 2016 16:22

Sigmundi finnst að rannsaka ætti Borgunarmálið

Forsætisráðherra finnst sala Landsbankans á Borgun vera „augljóst klúður“, og segir eðlilegt að þingi rannsaki málið í þaula.

Karl Ó. Hallbjörnsson
Haraldur Guðjónsson

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um skoðanir hans á sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun á Alþingi í dag.

Sigmundur talaði um málið sem „augljóst klúður”. Hann sagði enn fremur að eðlilegt væri að þingið fylgdi málinu eftir. „Mér finnst eðlilegt að þingið fylgi þessu eftir,“ sagði Sigmundur. „Það [þingið] hefur sín úrræði til að fá svör við þeim spurningum sem hafa vaknað, og ég styð þingið í því.“

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um snýst Borgunarmálið helst um það að Landsbankinn, sem er rúmlega að 98% í eigu ríkisins, seldi hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun, sem hagnaðist svo mjög á yfirtöku Visa á Visa Europe nýlega - eða um fleiri milljarða.