Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lýsti því yfir í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld að hann hygðist bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum.

Fram kom í máli hans að byggja þyrfti flokkinn upp frá grunni. Flokkurinn hefði orðið fyrir álitshnekki vegna hruns fjármálakerfisins. Flokkurinn þyrfti að sýna að hann væri afl sem hefði engin önnur markmið en að bæta almannahag.

Sigmundur Davíð telur sig njóta þess að tilheyra engum klíkum í flokknum. Formaðurinn eigi eingöngu að vera fulltrúi grasrótarinnar.

Páll Magnússon og Höskuldur Þórhallsson hafa þegar boðið sig fram.

Kosið verður um formann flokksins á flokksþingi í 18. janúar næstkomandi.