Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við Viðskiptablaðið að hann hafi heyrt nokkur ákvæði úr Icesave-samningum í gær og þau séu með stökustu ólíkindum.

Hann segir þetta eitt stærsta pólitíska hneyksli sem hann hafi vitað og mun verra en hann hafi búist við. Hann segir að í samningnum komi fram að standi Ísland ekki við samningsákvæðin megi ganga að eigum ríkisins eftir 5 daga.

Spurður um hvernig hann muni bregðast við þessum upplýsingum segir hann að beðið verði um utandagskrárumræður á morgun og að þetta verði án vafa aðalefni formannafundar sem verði haldinn fyrir hádegi á fimmtudag, sem annars hefði átt að snúast um ríkisfjármál.